Færsluflokkur: Enski boltinn

Enn og aftur.. ísland er bananalýðveldi

Ég er ekki að segja að þarna sé hættulegur vegur, ég er heldur ekki að gera lítið úr þeirri hættu sem þarna getur mögulega verið ef menn keyra á 90km hraða.  Þessi frétt er svo dæmigerð fyrir ísland... "Fækkum slysum, keyrum á 30km hraða, alltaf".

Það er endalaust verið að tala um að stytta þjóðveginn hérna í húnavatnssýslu austari um heilar 12 mínútur, en ef mönnum liggur svona rosalega á, af hverju er þá verið að lækka hraðatakmörk ?

Hefur engum snillingnum dottið í hug að gera vegina BETRI, BREIÐARI, SLÉTTARI..... ????


mbl.is Leggur til að hámarkshraði verði lækkaður við Borg í Grímsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski maður kíki á körfuboltaleik í Treviso ?

Ekki séns...

En mínir ítölsku tengdaforeldrar búa í Treviso fylki/sýslu/héraði og þar er fínt að vera.... já ég er einmitt staddur þar núna... í Barbisano... fínt að finna í Google Earth.  Skrapp að sækja konu og börn (ótrúlegt að ég skuli vera að segja svona :)

En þó ég sé anti körfuboltisti og styðji fótbolta af öllu hjarta á vona ég að sjálfsögðu að íslendingum gangi sem best í erlendum löndum sama hvaða íþrótt þeir stunda.   Í þessu tilfelli bendi ég gæjanum á það að hann skuli fara að venja sig á það að vera talinn vera frá "Irlanda" því "Islanda" virðist oft vera furðulega erfitt að skilja.

 


mbl.is Hörður Axel: „Erfitt að velja Ítalíu fram yfir landsliðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held með West Ham

Þar sem ég elska að hata Man.Utd þá vonast ég til að Scum Utd og Ferguson fái ekki þennan snjalla leikmann. 

Mér finnst að West Ham sé í rétti þar sem það er ekki leyfilegt að 3ji aðili eigi leikmann og enska knattspyrnusambandi viðurkennir ekki "eignarrétt" 3ja aðila á leikmönnum oooooog West Ham er búið að greiða sekt vegna þessa máls oooooog West Ham er búið að gera nýjan 4 ára samning við leikmanninn.

Annars er ég og varla nokkur annar íslendingur fær til að segja nokkuð um þetta flókna mál og því bíður maður spenntur eftir þessum niðurstöðum og vonar það versta.  (fyrir Scum Utd). :)

 

Ciao Ciao tutti


mbl.is Mál Tevez til æðsta dómstigs í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að reykja í hófi ?

Hann er að tala um að hófsemismörkum sé nú þegar náð.  Af hverju má yfir höfuð reykja sígarettur á íslandi ?  Eru þá ekki til hófsemismörk í nikótíni, þau hljóta að vera 0. ???

Ísland er bananalýðveldi sem reynir að ákveða fyrir lýðinn í landinu hvort þeir drekki of mikið eða of lítið.  Ég á í miklum vandræðum með að skilja af hverju flest lönd á jörðinni eru ekki hreinlega yfirfull af alkóhólistum og fyllibyttum því í þeim flestum er hægt að versla sér alkóhól gegn sanngjörnu gjaldi og í almennum mörkuðum og verslunum.

Þeir sem eru á móti lægra áfengisgjaldi og léttu áfengi í almennum verslunum nota þau rök að hér fari allt til fjandans.  Ég held að ef fólk og alkóhólistar vilji detta í það þá er sama hvað það kostar, málið er að þeir munu aðeins og AÐEINS nota til þess minni peninga en áður og jú.. kannski kaupa sér meira (það skiptir ekki máli fyrir alka hvort flaskan kostar 2000 eða 4000) en það er ljóst að þeir geta aðeins drukkið ákveðið magn í hvert skipti áður en það "deyr".

Þetta áfengisgjald jaðrar við mannréttindabrot, þvílíkur er yfirgangurinn og stjórnsemin.

Þá er ég búin að nöldra aðeins um þetta í dag.. flott.


mbl.is „Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er bananalýðveldi

Ef við berum þessa frétt við íslensk lög þá verður manni brugðið.  Á íslandi fær sá sem kynferðislega misnotar barn undir aldri dóma sem ættu helst heima í áramótaskaupi en menn í Dubai sem eiga eiturlyf til einkanota, ath... EINKANOTA 4 ára fangelsi og dauðadómur fyrir þá sem selja dóp.

Á íslandi eru menn gerðir öreigir ef þeir óvart keyra nokkrum km of hratt. Fá þvílíka sekt.


mbl.is Bretar dæmdir fyrir fíknefnabrot í Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er bananalýðveldi

Ef við berum þessa frétt við íslensk lög þá verður manni brugðið.  Á íslandi fær sá sem kynferðislega misnotar barn undir aldri dóma sem ættu helst heima í áramótaskaupi en menn í Dubai sem eiga eiturlyf til einkanota, ath... EINKANOTA 4 ára fangelsi og dauðadómur fyrir þá sem selja dóp.

Á íslandi eru menn gerðir öreigir ef þeir óvart keyra nokkrum km of hratt. Fá þvílíka sekt.


mbl.is Bretar dæmdir fyrir fíknefnabrot í Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem atvinnurekandi þá...

finnst mér mjög miður að sjá þetta.  Ég bý úti á landi og er dag hvern að nöldra og tuða í flutningsaðilum innanlands um verð á flutningi.  Ég hef marg marg oft rekið mig á gríðarlega ósanngjarnt vöruverð og ósamræmi þeirra flutningsaðila sem í boði eru. 

Hver yrði td sáttur við að greiða ca8000kr fyrir kerru sem kemur frá Akureyri þegar það kostaði 2500kr að senda hana ?  Eða að greiða 2000kr í flutning fyrir 200gr USB snúru sem kostaði mig 150kr frá Reykjavík ?

Ég á mér þá ósk heitasta að tekið verði upp jöfnunargjald.


mbl.is Flutningsgjöld hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húbba húlla

Bl0g já :)

« Fyrri síða

Um bloggið

Kristján Blöndal Jónsson

Höfundur

Kiddi Blö
Kiddi Blö

Ég á það til að ýkja umræðuna töluvert mikið og hef gaman af því

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband