4.10.2007 | 11:37
Bla Bla Bla
Hver nennir að taka sig til og búa til lista yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um það sem er hollt og óhollt ?
Ég er svo löngu hættur að lesa um þessar tilgangslausu rannsóknir sem gerðar eru héðan og þaðan í heiminum, það var gaman af þessu fyrst... að lesa um að þeir sem drekka 100lítra af kóki á sekúndu verða blindir 1 ári fyrr en aðrir og þess háttar "skemmtifréttir".
Það eru trilljón leiðir til að deyja og ekki séns að maður geti stjórnað því hvernig maður deyji. Segjum sem svo að maður taki mark á einni svona rannsókn... þá eru billjón aðrar leiðir til að stytta aldurinn.
Hvaða núlifandi maður vill lifa í sælgætisleysi ?
Hvort vilt þú lifa stuttu en góðu og skemmtilegu lífi eða löngu og leiðinlegu lífi ? (Ég sagði þetta einmitt við hann Benna á Snæringsstöðum þegar hann neytaði sér um einn lítinn mola í búðinni hjá mér og það stóð ekki á viðbrögðunum, hann fékk sér að sjálfsögðu nammi.)
![]() |
Sælgætisleysi lengir lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Um bloggið
Kristján Blöndal Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú bara svo lítið mál að sleppa sælgæti, svo ef þetta er rétt sem þeir segja þá væri það nú alveg þess virði held ég. Hver þarf nammi til að lifa skemmtilegu lífi? Það væri hrikalegt..
K (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:53
Uhm... þannig að þeir sem borða ekki sælgæti lifa leiðinlegu lífi?
Veit ekki alveg hvort að allir séu sammála þér í því ;)
Hannes (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.