Ég veit 100% hvað þarf til að vinna

Málið er einfalt, til að vinna þurfum við fleiri norðurlandaþjóðir sem hafa svipaðann tónlistarsmekk og við og fleiri nágrannaríki.

Til að vinna þurfum við Íslendingar að fara í innbyrgðis stríð, myrða og drepa hvort annað í smá stund, splitta svo landinu upp í svona 5-6 sjálfstæð ríki.  Þannig gætu svo þessi sjálfstæðu ríki gefið hvort öðru helling af stigum.  Mæli með því að allar norðurlandaþjóðirnar geri það sama. Svo auðvitað þurfa nokkrir að flýja Ísland í öllum látunum og þá væri gott að gott að leggja eitthvað eitt land í einelti, t.d. Sviss, því þegar það kemur að Júróvísíon atkvæðagreiðslu þá mun Sviss næstum pottþétt gefa fyrrverandi Íslandi nokkur stig.

Og svona í lokin þá heimta ég að Grænland verði Evrópuþjóð... og Jan Meyen og ég vill að Færeyjar fái atkvæðarétt.

Einfalt ekki satt ?


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ölver Hjaltalín Arnarsson

sammála  þó þessar austantjaldsþjóðir myndu senda hest á sviðið sem fretaði í takt við svín sem væri að ropa þá myndu þær allar kjósa það og vinna keppnina.  Hætta bara að taka þátt og gefa peningana sem þetta kostar ríkissjóð til langveikra barna

Ölver Hjaltalín Arnarsson, 24.5.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Kiddi Blö

hehehhe.. ég skellti uppúr alveg, sennilega vegna þess að þetta er nokkuð rétt hjá þér.  Ég hef reyndar oftast verið á þeirri skoðun að sleppa þessu bara.

Kiddi Blö, 24.5.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ekki svo vitlaust

Solla Guðjóns, 24.5.2008 kl. 22:51

4 identicon

Fyrir utan allar þjóðirnar sem eru ekki einu sinni í Evrópu? Er þetta ekki söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva?

Ísrael, Georgia, Armenía, Aserbaidsjan ...  Eins og við eigum ekki fullt í fangi með það að Sovétríkin og síðar Rússland séu að skipta sér í marga parta og svo fyrrum Júgóslavíuríkin líka, og ekki sér fyrir endan á því?

Ég bara spyr!

Þórunn (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:29

5 identicon

Hvað er málið hjá okkur Íslendingum að vilja endilega vinna þessa keppni, þetta er fyrst og fremst skemmtun og bara gaman að fá að vera með, þótt við séum bara örþjóð. Sjáið þið stórþjóð eins og Ítalíu sem á meira að segja mafíu, þeir nenna ekki að vera með af því þeir vinna ekki - ekkert gaman af því. - Áfram Ísland, að vera bara með!

Evra (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Erum við nokkuð í Evrópu??. Tilheyrum við ekki Norðurameríku??. allavega vesturhluti landsins:

 Er það ekki rétt hjá mér.??

Sölvi Arnar Arnórsson, 24.5.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Blöndal Jónsson

Höfundur

Kiddi Blö
Kiddi Blö

Ég á það til að ýkja umræðuna töluvert mikið og hef gaman af því

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband