Færsluflokkur: Enski boltinn
2.10.2008 | 16:07
Ekki sammála
Mín reynsla er sú að mútta reykti töluvert og gerir enn - einnig var kaffidrykkja eins og gengur og gerist. Reykingar minna ættingja urðu til þess að ég gjörsamlega æli við sígarettureyk - ég nöldraði svo mikið að það fór þannig að foreldrar mínir og gestir voru neyddir út þegar ég var heima. Og kaffið.... verri drykkur er ekki til - þvílík della að neyða þetta ofan í sig og þykjast finna það gott, svo með tímanum venst óþverrinn og fólk getur ekki vaknað öðruvísi nema þamba kaffi.
Skal skjóta því að svona í lokið að ég á það til að reykja þegar ég fæ mér í glas (skrítið) :)
Rannsóknin: Börn smitast af fíkn foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 16:41
Hugmyndaflugið óstöðvandi
Ætli þetta hafi verið knattspyrnuliðið Voodoo gegn Black Magic ?
leiðinlegt að fólk deyji á knattspyrnuleik vegna óeirða en ... galdrar :) maður getur ekki annað en glottað.
13 létust í vináttuleik í knattspyrnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 10:05
Hundur ?
Ég veit ekki hvaða hundur er í mér en... ég hef lesið þessa fyrirsögn í 2-3 skipti og alltaf sem "Hundur grafinn undir grjóti". Er ég lesblindur ?
Ég auðvitað skoðaði fréttina og komst að því að engin hundur var grafinn heldur hundruðir manna.
Hundruð grafin undir grjóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 17:41
SVEIF !!!!
hahaha.... þetta hefði mér nú aldrei dottið í hug... en neyðin kennir naktri konu að spinna og mig eiginlega langar í eina svona vél þar sem ég get snúið sveif til að fá rafmagn í tölvuna mína.
Reyndar þegar maður hugsar þetta lengra að þá væri það eiginlega algjör snilld að venjulegar tölvur séu með sveif því að ég er nú ekkert lítið með tölvuna mína í bílnum og á ferðinn á ýmsum stöðum og það er oft leiðinlegt og vesen að fá rafmagn.. svo kemur það nú líka fyrir að maður gleymir hleðslutækinu.. þá væri nú gott að vera með sveif.
Spurning hvað maður þurfi að snúa lengi og hratt til að fá nægt rafmagn fyrir öfluga tölvu :)
Öll börn á Niue fá fartölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 17:27
Var hún að hlusta á leikinn ?
Mín kenning er að hún hafi verið að hlusta á leikinn í bílnum og hafi kippt bílnum til hliðar í takt við eitthvert augnablik í leiknum. Kannski þegar spánverjar áttu skot...þá hefur hún ýmindað reynt að verja skotið. Hver hefur ekki kippst til í svefni þegar maður er að dreyma td að vera í fótbolta... allavega ég hundrað sinnum.
:) Allt er gott sem endar vel.
Keyrði á staur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2008 | 16:40
Maður fer að verða reiður
Ég þoli ekki meira af þessum veðurfréttum um hitamet og aðra veðurblíðu. Ég hef ekki fengið snitti af þessu og eina sem hef er ca 1km skyggni en meira sést ekki sökum þoku.
Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2008 | 11:40
Show NO mercy
Ætla ekkert að blogga um þetta en mitt kalda mat er að hún megi dúsa í svartholinu til æviloka.
Vill fá frelsi áður en hún deyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 22:52
Enn ein ástæðan til að sleppa þessu
Hérna fann ég enn eina ástæðu fyrir því að sleppa Júróvísíón. Menn troða í sig sætindum, kaupa nammi fyrir milljónir og svo þarf að eyða margfalt fleiri milljónum í offitusjúklinga og sennilega lenda einhverjir á geðdeild vegna vonbrigða ár eftir ár.
Rugl
Margföld sala í snakki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 22:33
Ég veit 100% hvað þarf til að vinna
Málið er einfalt, til að vinna þurfum við fleiri norðurlandaþjóðir sem hafa svipaðann tónlistarsmekk og við og fleiri nágrannaríki.
Til að vinna þurfum við Íslendingar að fara í innbyrgðis stríð, myrða og drepa hvort annað í smá stund, splitta svo landinu upp í svona 5-6 sjálfstæð ríki. Þannig gætu svo þessi sjálfstæðu ríki gefið hvort öðru helling af stigum. Mæli með því að allar norðurlandaþjóðirnar geri það sama. Svo auðvitað þurfa nokkrir að flýja Ísland í öllum látunum og þá væri gott að gott að leggja eitthvað eitt land í einelti, t.d. Sviss, því þegar það kemur að Júróvísíon atkvæðagreiðslu þá mun Sviss næstum pottþétt gefa fyrrverandi Íslandi nokkur stig.
Og svona í lokin þá heimta ég að Grænland verði Evrópuþjóð... og Jan Meyen og ég vill að Færeyjar fái atkvæðarétt.
Einfalt ekki satt ?
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2008 | 09:08
Of feit, of mjó...!!
Það er sama hvað það er, allt er bannað, allt er siðlaust og allt er úr hófi. Hvar á að setja mörkin, hver ræður ?
Það að tölvuleikur hafi sagt feitum Bandaríkjamanni með hamborgararass að hún sé feit finnst mér ekkert athugavert. Ég hélt að offita væri meira vandamál en anorexía í Bandaríkjunum og því væri þetta bara gott mál, auðvitað þurfa að fylgja þessu einhver mörk, ef hún er vel yfir kjörþyng þá sé ég ekkert að því að kalla hana feitubollu en ef hún er aftur á móti grindhoruð þá er þetta skandall.
Það er auðvitað ekki hlutverk einhvers tölvuleiks að meta hvort þú ert of feitur eða of horaður... eða hvað ? Þurfum við ekki hlutlaust ískalt mat, og ef leikurinn greinir kemur með rétt mat á hverjum og einum einstakling þá er það bara rétt. Ég þekki þennan leik ekki en tel víst að spilarinn þurfi að skrá inn hæð, aldur og kyn og tölvuleikurinn noti svo þessar forsendur til að meta ástand þitt, hvort þú ert seinvirk feitubolla eða ekki.
Niðurstaða: Þetta er í lagi ef feitubollum er sagt að þau þurfi að grennast og að of grönnum einstaklingum sé sagt að þau þurfi að fitna. Og auðvitað má alls ekki segja feitu fólki að það sé grannt og horuðu fólki að það sé of feitt.
Bandaríkjamenn ekki sáttir við Wii Fit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Blöndal Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar