Athyglisbrestur og þunglyndi

Þetta er það eina sem vakti virkilega athygli mína við þessa frétt, það er sagt að Megan sú sem hengdi sig hafi verið þjáð af athyglisbrest og þunglyndi og hafi verið á lyfjum, aðeins hvað... 13 ára gömul.  Svona er virkilega heimurinn að verða og er reyndar löngu orðinn, fólki er trúað fyrir því að það sé veikt og þurfi lyf við minnstu tilefnum.

Vill svo skemmtilega til að ég var á horfa á heimildarþátt um Kókaín í gær, þar kom fram að í fyrstu var kók notað lyf við hreinlega öllu, jafnvel gegn alkóhólisma og ópíumfíkn, kvefi og ég veit ekki hvað og hvað.  Kók var talið hið besta lyf, jafnvel börn notuðu kókaín.  Og eins og margir vita var Coca-Cola eitt af þessum lyfjum þar sem Kókaín var notað, Coca-Cola hætti svo að nota Kókaín en hélt nafninu.

Það sem er svipað með kókaínið í kringum 1850-1900 og nútíma læknavísindum er að fólk trúir öllu sem því er sagt.  Ég hef td löngu talið, ásamt sennilega mörgum að sterk lyf eru notuð eins og þau séu lausn á hinum ýmsu vöndum eins og þunglyndi, í einhverjum tilfellum er sennilega rétt að nota einhverskonar lyf en ég er að ræða um menn eins og td bróðir minn sem sennilega hefði fengið drjúgan skammt af lyfjum ef sú væri tíðin en í dag er hann 100% heilbrigður einstaklingur.  Hver veit nema hann hefði orðið pillum að bráð ?


mbl.is Ákærð fyrir aðild að MySpace-gabbi sem leiddi til sjálfsvígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Merkilegt hvað fólk sem hefur enga reynslu af þeim aðstæðum sem kalla á lyf virðist alltaf taka þennan pól í hæðina. "Lyf eru tilgangslaus". Maður fer ekki á geðlyf af ástæðulausu eða bara af því að maður er smávegis down. Þunglyndi drepur, treystu mér ég hef reynt það. Ef að pillur forða fólki frá þeim örlögum gott mál. Athyglisbrestur, ef þú hefðir vott af þekkingu hvað þessum krökkum líður oft illa yfir því að hafa litla sem enga stjórn á sjálfu sér þá myndi heyrast annað í þér. Lyf hjálpa, það er ekki endilega lausn en oft þá stabilarsera lyf fólk nægilega til þess að það geti leitað hjálpar.

100 ár eru dulítið langur tími í lyfja og læknisfræði og að bera saman þessi tímabil er eins og að bera saman seglskip og mótorbát.  Þekkingin er mun meiri, vinnureglur og rannsóknir eiga sér stað og enginn maður myndi ana út í það að markaðssetja lyf með lítið þekktar verkanir.

Það er enginn að þvinga lyf upp á fólk eða búa til vandamál. Fólk sem fer á lyf er á þeim vegna þess að ÞAÐ leitaði sér hjálpar og í dag er sneggsta og hraðvirkasta lausnin lyf. Ekki endilega varanleg lausn en hjálpar mjög til.

Fræðsla um lyf og hvað þau gera gæti verið æskileg fyrir þig mæli með þessari síðu.

Skaz, 16.5.2008 kl. 09:08

2 identicon

Athyglisvert. Eg tek reyndar frekar eftir því að stúlkan hefur verið mjög veik þar sem hún þurfti yfirhöfuð að vera á lyfjagjöf. Einnig tek ég eftir mannvonsku þessara konu að gefa sig á barn á þennan hátt undir fölsku flaggi og gera svo lítið úr henni að þessi veiki einstaklingur sá engin ráð nema svifta sig lífi. Hvurlsags manneskja gerir svona lagað vitandi að um 13 ára BARN með sálræn veikindi er að ræða?? Eða yfirhöfuð við nokkurn mann? Þetta er enn eitt lýsandi dæmið um hvað fólk getur villt á sér heimildir og hér sjáum við líka hversu hrikalegar þær afleiðingar geta verið. Aðgát skal höfð í nærveru sála - líka á INTERNETINU!

Gott að heyra að bróðir þinn náði 100% bata. Frábært! Ekki allir svo heppnir.

KV.

kristján (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:20

3 identicon

Þvílk og önnur eins vitleysa sem þú lætur hafa eftir þér. Ég held að þú ætttir að skreppa og fá þér lyf við þess

Óli Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:49

4 identicon

Þið hérna fyrir ofan ættuð að afla ykkur upplýsinga um skaðsemi lyfja allmennt.

Upplýsingar á þessum heimasíðum sýna fram á að þið hafið gjörsamlega rangt fyrir ykkur.   

http://nz.youtube.com/user/OliviaHadassah 

http://youtube.com/watch?v=9-6pmsVOe3g&feature=related

Andri (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:39

5 identicon

Þú ættir kanski að prófa áð vinna á bráðamóttöku geðsviðs eða bara allmennt á geðdeildum áður en þú kastar fram svona youtubedóti Andri minn.

Það væri nátturulega bara tær snilld að sjá þig hlúa að bráðaveiku fólki í sínu verstu veikindum án Nokkurra lyfja. Af hverju heldur þú að þau hafi orðið til yfir höfuð?

Treystu mér. Það fer engin VILJANDI á lyf ef hann ekki þarf það.

kristján (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:43

6 identicon

Þó ég hafi ekki unnið á bráðamóttöku geðsviðs þá er ég fullfær um að afla mér upplýsinga á netinu, ég er ekki að segja að öll lyf séu slæm.

Ég trúi frekar upplýsingum á netinu frá þriðja aðila  heldur en upplýsingum frá læknum og lyfjafyrirtækjum.

Hinsvegar sé ég þig ekki kasta fram neinum sönnunum um gagnsemi þunglyndislyfja.

Andri (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:36

7 identicon

Hér er viðtal við lækni sem tengir aukna sjálfsmorðshneigð við þunglyndislyf.

http://nz.youtube.com/watch?v=1Bzwx5HcurM

Kannski að þú hafir rangt fyrir þér Kristján, þrátt fyrir reynslu þína á bráðamóttöku geðsviðs.

Andri (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 20:27

8 identicon

Ég sé ekki betur á þinni fyrstu færslu en að þú hafir bent okkur á að afla upplýsinga um skaðsemi lyfja allment.

Og auðvitað er ég ekki að alhæfa fyrir alla, það sig sjálft að engin tveir einstaklingar eru eins. Ég horfði á þína vefið frá Youtube (ekki þann sem þú póstaðir síðast) og sá ekki betur en á maðurinn væri að lýsa sinni reynslu af notkun þunglindislyfja, dreg hann svo sem ekki í efa. En þetta er misjafnt einsog við erum mörg. Ég hef milka reynslu bæði af stærfum innan geðsviðs sem og ENNÞÁ meiri úr minni fjölskyldu.

Það þýðir þó ekki að ég alhæfi fyrir alla. Ég get örruglega fundið það sem ég vill finna á youtube einsog þú finnur það sem þú villt finna. Ég þekki fólk náið sem hefur barist á móti á þurfa að fara á þunglyndislyf en orðið að gera það síðar frekar en að hrein og beint fyrirfara sér.  Heldu þú virkilega að þetta sé fyrsta sem fólki langar til að taka er það fer að finna fyrir einkennum? Svo sannarlega ekki. Hitt er svo annað að lyf á að taka í lámarki ein og hægt er. Svo eru auðvitað læknar sem eru of gjarnir á að skrifa út lyfseðla einsog smartís. Það er vitanlegt skítt! Það er líka hægt að festast og ánetjast í þessu sem og öðru og verða háður. 

Varðandi myndbændin sem þú póstaðir þá er fyrsti maðurinn að lýsa sinni reynslu og ítrekar að það þurfi að kynna hugsanlegar aukaverkanir betur fyrir sjúklingnum , sem ég er að sjálfsögðu sammála. Hann tekur samt SKÝRT fram að engin eigi að hætta að taka inn sín lyf nema í samræmi við lækni. Hann var semsagt ekki að alhæfa neitt heldur lýsa sinni reynslu sem er bara gott mál.

Varðandi myndband númer 2. Þá vil ég frekar sjá svona "statement" koma frá lærðum fagaðila í lyfjafræði eins og td lækni. Sé þó að hún bendir á margt sem ér rétt, en enn og aftur, Ég vil frekar heyra það frá menntuðum lækni í svona fagi borið fram á fagmannlegan hátt heldur en að hlusta á eitthverja "Youtubehjúkku"

kv.

kristján (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:44

9 identicon

Ég finn engar haldbærar sannanir um jákvæða virkni þunglyndislyfja, hinsvegar er nóg af upplýsingum um neikvæðu áhrifin. 

Því byggi ég skoðun mína gagnvart þunglyndislyfjum á þeim upplýsingum sem ég hef, ekki sögum af Siggu og Jóa útí bæ.

Oftar en ekki hafa hræðilegar skóla skotárásir í bna verið framdar af unglingum á þunglyndislyfjum..

Andri (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 01:45

10 identicon

Veistu hvað athyglisbrestur er?  engir tveir eru eins en athyglisbrestur er ekki leti eða heimska........

úfffff (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Blöndal Jónsson

Höfundur

Kiddi Blö
Kiddi Blö

Ég á það til að ýkja umræðuna töluvert mikið og hef gaman af því

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 262

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband